136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

ábyrgðarmenn.

125. mál
[16:48]
Horfa

Frsm. viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég tek undir þessi orð hv. þm. Árna Johnsens. Það er vert að þakka þá þrautseigju sem þeir þingmenn með hv. þm. Lúðvík Bergvinsson í broddi fylkingar hafa sýnt á þeim 12 árum frá því að þessu máli var fyrst hreyft hér en þetta mun vera í áttunda sinn sem það er flutt sem þingmannamál og lítur nú út fyrir að það verði að lögum í dag.

Það er engum vafa undirorpið að þessi lagasetning mun hafa víðtæk áhrif á íslenskan fjármálamarkað og ég tel að hún verði til þess að skjóta stoðum undir heilbrigðara viðskiptalíf en tíðkast hefur.