136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

ábyrgðarmenn.

125. mál
[16:54]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að afgreiðsla þessa máls skipti miklu máli fyrir íslenskt fjármálalíf og sé stór liður í því að breyta þeim kúltúr, ef svo má að orði komast, sem hefur þróast hér til áratuga, þ.e. að þeir sem stunda viðskipti beri ekki ábyrgð á þeim sjálfir heldur kalli til þriðja aðila til að bera ábyrgðina. Vissulega er eðlilegt að þetta gerist í einhverjum tilvikum en því miður var það þannig á Íslandi að þetta varð að meginreglu. Það er nokkuð sem ég og við höfum lagt til að verði breytt og mér sýnist vera vilji til þess.

Eins og komið hefur fram hefur tekið dálítinn tíma að gera þetta að veruleika og ég þakka þeim fjölda þingmanna sem hefur stutt þetta í yfir áratug. Það yrði of langt mál að telja þá alla upp, virðulegi forseti, en ég segi örugglega já.