136. löggjafarþing — 118. fundur,  31. mars 2009.

endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

407. mál
[14:15]
Horfa

Björk Guðjónsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með öðrum sem hafa talað á undan að hér er mjög mikilvægt mál á ferðinni um niðurgreiðslu varðandi framleiðslukostnað í kvikmyndaiðnaði. Við sjálfstæðismenn í nefndinni skrifuðum undir nefndarálitið með fyrirvara og það var vegna þess að það var ekki gert ráð fyrir þessari útgjaldaaukningu í fjárlagafrumvarpinu 2009 né í áætluðum útgjöldum næstu fjögurra ára. Ég lýsti því í ræðu í gær að málið væri þannig vaxið og eftir útskýringar í nefndaráliti mundum við styðja þetta ágæta mál.