136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:02]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp í stólinn til að benda hæstv. forseta á að nú er komið fram yfir miðnætti og við höfum lokið máli nr. 2 á dagskrá, sem eru endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, sem er 407. mál. Því hafa verið gerð nokkuð góð skil en ég held að nú sé akkúrat ástæða til, af því að þetta hefur verið vinnusamur dagur hjá okkur, að gera skil í dagskránni og taka til við að ræða næstu dagskrármál á fundi á nýjum degi. Ég bendi hæstv. forseta á að í fyrramálið eru nefndafundir sem þingmenn þurfa að vera viðstaddir (Forseti hringir.) auk þess að undirbúa sig undir aðrar umræður á morgun. (Forseti hringir.) Ég beini því til forseta hvort hann muni ekki fara að ljúka fundi núna.