136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:04]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Herra forseti. Úr því að forseti svaraði ekki spurningu hv. þm. Arnbjargar Sveinsdóttur hlýt ég að endurtaka spurninguna og spyrja hæstv. forseta hvernig hann sjái framhald þessa fundar fyrir sér, hvort hann ætli að halda fundahöldum áfram mikið lengur eða ljúka þingstörfum í dag. Klukkan er orðin meira en tólf, það er komið fram yfir miðnætti. Ég segi bara fyrir mína parta að ég þyrfti að fá upplýsingar um það frá hæstv. forseta hvernig hann sér að þingstörfum verði hér fram haldið svo ég geti gert ráðstafanir. Af persónulegum ástæðum þarf ég nauðsynlega að fá að vita (Gripið fram í.) hvernig forseti sæll sér fram á framhald þessa fundar.