136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:27]
Horfa

Frsm. iðnn. (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Út af þessum ummælum — um að hér hafi menn ekki skilið nokkurn skapaðan hlut, ef það var það sem hún var að gefa í skyn — (Gripið fram í.) vil ég benda hv. þingmanni á að undir hið fyrra nefndarálit rituðu þrír hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt þeirri er hér stendur og töldum við okkur skilja málið ágætlega.

Ég held að hér í umræðunum, en langt var liðið á kvöld, hafi orðið til einhver misskilningur sem hefur verið leiðréttur í þessu nefndaráliti sem jafnframt er undirritað af hv. þingmönnum sem sitja í iðnaðarnefnd og eru fulltrúar hv. þm. Arnbjargar Sveinsdóttur í þingflokki sjálfstæðismanna. Einhverra hluta vegna ákvað hún þetta kvöld að taka ekki vinnu þeirra góða og gilda. Það var allt í lagi með það, við skýrðum málið betur.