136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:30]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé alveg einboðið að við tökum þetta mál fyrir fyrir þinglok. Hér hafa fleiri þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna kynnt það sem stefnumið sín að taka á þessum tilteknu málum fyrir kosningar, eða á bara að tala um þau fyrir kosningar? Á einungis að falbjóða málið fyrir kosningar í kosningabaráttunni og gera svo ekkert með það? Ég vil fá skýringar á því, frú forseti, hvort það eigi hér að falbjóða kjósendum þetta, rétt eins og skattahækkanir og aðra hluti sem verið er að tala um hér á Alþingi.