136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[00:39]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég bað nú ekki um nákvæmar upplýsingar um það hvernig fjöldi heimila á hverju landsvæði væri sundurgreindur heldur grófa útlistun á því hvernig niðurgreiðslurnar deilast á milli landsvæða. Ég geri ráð fyrir að við séum að tala um það að flest heimilin séu á norðaustursvæðinu og eitthvað vestur á fjörðum, þannig að ég væri þakklátur fyrir að fá einhverja sundurgreiningu á því og sætti mig svo sem alveg við að fá þær upplýsingar sendar til mín.

Hefur hv. þingmaður einhverjar upplýsingar um það til hversu margra heimila þessar niðurgreiðslur ná?

Í lokin vil ég benda á að áhugi minn á þessu máli er ekki nýtilkominn vegna þess að ég átti hér um árið eða um árin sæti í iðnaðarnefnd (Forseti hringir.) og hef fjallað töluvert um þessi mál þannig að áhugi minn á þeim og aðkoma eru ekki alveg ný.