136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[11:54]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil mótmæla sérstaklega þeim orðum sem hv. þm. Arnbjörg Sveinsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir létu falla í salnum áðan þar sem þær sögðu að við framsóknarmenn vildum ekki ræða um Helguvík og að við vildum ekki ræða um atvinnumál. Það er af og frá. (Gripið fram í.) Umræðan um stjórnlagaþingið er afar brýn vegna þess að í ljós kom (Gripið fram í: Kom í ljós …) við bankahrunið að (Gripið fram í.) eftirlitskerfið stóra virkar ekki og það verður einfaldlega að fara í gegnum það. (Gripið fram í.) Ég hvet sjálfstæðismenn til, í staðinn fyrir að boða málþóf þar sem þeir fara væntanlega í andsvör hver við annan og ræða þetta í 2–3 daga, (Gripið fram í.) að klára það mál og fara svo í brýnni mál. Þetta er afar brýnt mál. (Gripið fram í.) Mig langar til að spyrja hv. þm. Arnbjörgu Sveinsdóttur þegar við ræðum atvinnumál. Hvar var Sjálfstæðisflokkurinn þegar sparkað var í verkefnið á Bakka? Var það ekki atvinnusköpun? (Forseti hringir.) Af hverju stóð Sjálfstæðisflokkurinn ekki í lappirnar (Forseti hringir.) þegar [Frammíköll í þingsal.] fyrrverandi umhverfisráðherra (Forseti hringir.) kvað upp úrskurð (Forseti hringir.) sem braut öll lög (Forseti hringir.) og reglur?