136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:14]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er krafa að þegar stjórnarflokkur sem var í stjórn, Sjálfstæðisflokkurinn, er kominn í stjórnarandstöðu og stendur fyrir málþófi sé hann a.m.k. málefnalegur og fari rétt með. Ég sagði áðan að öll þau mál sem væru á dagskrá væru brýn. Ég sagði ekki, eins og hv. þm. Björn Bjarnason kom inn á í ræðu sinni, að þau mál væru mikilvægari en stjórnarskrármálið.

Mér finnst líka undarlegt að hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson sé orðinn búktalari formanns Framsóknarflokksins. Það er rétt að hann hefur lagt mikla áherslu á efnahagsmál og við köllum eftir alvöruefnahagstillögum frá ríkisstjórninni (Gripið fram í: Heyr.) en það var skilyrði af hálfu Framsóknarflokksins að það yrði farið í breytingu á stjórnarskránni, það yrði sett á fót stjórnlagaþing. (Gripið fram í: Er það mikilvægara?)