136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:23]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek mjög eindregið undir þau sjónarmið að umræðan um stjórnarskrármálið verði ekki slitin í sundur hér í dag og hvet þess vegna til þess að hæstv. forseti taki til greina þær ábendingar sem komið hafa fram.

Ég vil auk þess aftur hvetja til þess að leitað verði sátta um dagskrána hér í dag. Það er alveg augljóst að svo miklar athugasemdir koma fram við breytingar á stjórnarskránni að við eigum að gefa öðrum málum forgang hér í dagskrá þingsins þannig að hægt sé að ræða til hlítar atvinnumál og önnur mál sem varða hag heimilanna í landinu umfram stjórnarskipunarlögin. (Forseti hringir.) Ég hvet því hæstv. forseta til þess að taka tillit til þessara óska.