136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:34]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill benda á að það er rétt, sem fram kom, að þau mistök voru gerð að einn ræðumaður fékk að tala þrisvar og getur þá fallist á að formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins fái að ræða málið í þriðja skiptið ef hann óskar eftir því. (Gripið fram í: Nei, nei, nei.)

Að öðru leyti er fylgst með þessu hér í bókhaldinu og ekki verða leyfðar fleiri en tvær ræður á þingmenn hér í salnum.