136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnarskrárn. s. (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að biðja forseta afsökunar á því að ég óttast að ég sé bæði heimóttarleg og hallærisleg — (Gripið fram í: Nei.) ég á kannski ekki rétt á að tala hér úr þessum ræðustóli.

Það sem vekur athygli mína í þessari umræðu er það þegar sjálfstæðismenn koma hér upp og nota stór orð um ástandið í þjóðfélaginu. Hvað eru margar vikur síðan þessi flokkur fór frá völdum og skildi þjóðina (Gripið fram í.) eftir í því ástandi sem raun ber vitni?

(Forseti (GuðbH): Ég vil biðja hv. þingmenn að gefa ræðumanni tækifæri til að ljúka máli sínu.) (Gripið fram í.)

Þó að sú ríkisstjórn sem nú situr, hæstv. forseti, sé ekki gallalaus þá er hún snöggtum betri en sú sem skildi við. Það ætla ég að segja hér úr þessum ræðustól. (Gripið fram í.)

En hæstv. forseti. Það er talað um að stjórnlagaþing sé ekki brýnt mál. Ég mótmæli því og ég fullyrði (Forseti hringir.) að stjórnlagaþing nýtur mikils fylgis — (Forseti hringir.) ég missti svo mikinn tíma áðan — hjá íslensku þjóðinni (Forseti hringir.) og það mun jafnvel vekja athygli um víða veröld ef Ísland fer þessa (Forseti hringir.) leið.