136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:43]
Horfa

Björk Guðjónsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég lýsti því yfir hér áðan að ég er furðu lostin yfir þessari dagskrá og vænti þess að sjá frumvarpið um álverið koma á dagskrána á undan stjórnarskipunarlögunum. Ég lýsti því yfir að mikið atvinnuleysi er á Suðurnesjum og Suðurnesjamenn vilja að þetta mál verði tekið á dagskrá hér í þinginu í dag og verði klárað sem allra fyrst. Ég vil fá skýrt svar við því frá hæstv. forseta hvað hann hyggst gera í þessu máli.