136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

umræða um dagskrármál.

[14:33]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill taka fram að þegar ekki næst samkomulag á fundum er ekki um samkomulag að ræða. Hér eru sex dagskrárliðir á dagskrá sem á eftir að ræða. Þar af eru fimm sem snúa beint að atvinnumálum og ég sem forseti hvet til þess að umræða um 5. dagskrármálið verði skipulögð og góð umræða. Og þannig haldið á málum verði hægt að fara í þau mál sem eru síðar á dagskrá og við munum svo meta það seinna í dag hvernig fundi verður fram haldið. (ArnbS: Er verið að hvetja til 1. umr. um stjórnarskrármálið?)