136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[16:44]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér varð hugsað til fyrri tíðar hv. þm. Ellerts B. Schrams þegar hann tók þátt í stjórnmálum fyrir nokkrum áratugum, og mér fannst lítið leggjast fyrir kappann. Það er alveg augljóst að samviska hans er afar slæm sem stuðningsmanns þessa frumvarps. Hann valdi þann kost að ráðast gegn Sjálfstæðisflokknum með dylgjum og alveg ótrúlega órökstuddum fullyrðingum og lagði ekki í þann víking að verja svokallaða útrásarvíkinga. Það skyldi þó ekki vera að hann kunni og hafi kunnað sérstaklega vel við sig í þeim hópi sem svokallaðir útrásarvíkingar fylla? Ég vísa hins vegar algerlega á bug (Forseti hringir.) fullyrðingum í ræðu hans um Sjálfstæðisflokkinn því að þær voru stóryrði, dylgjur sem eru ekki svaraverðar.