136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[16:45]
Horfa

Ellert B. Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem ég hef sagt hér í ræðustól er samkvæmt bestu samvisku og ég hef ekki vanið mig á að tala tungum tveim. Ef hv. þm. Sturlu Böðvarssyni líkar ekki það sem ég hef fjallað um, þar á meðal um Sjálfstæðisflokkinn, ber ég fulla virðingu fyrir þeim sjónarmiðum en það breytir ekki afstöðu minni. Ég er hér með heiðarlegum og einlægum hætti að reyna að finna orsakir og ástæður fyrir því mikla skipbroti sem íslenska þjóðin hefur orðið fyrir. Ég nefndi þetta eitt sem ég tel mjög veigamikið, um stöðu valdaflokks í skjóli hagsmuna og kjörfylgis, það er rétt, og þeirrar þjónkunar sem leiðir af því að menn geta skýlt sér á bak við (Forseti hringir.) stóra og sterka valdaaðila.