136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[16:51]
Horfa

Ellert B. Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er á dagskrá frumvarp um breyting á stjórnarskipun. Þær breytingar ganga út á það að veita almenningi meiri aðkomu að ákvarðanatöku og veita fyrir vikið meira aðhald gagnvart stjórnvöldum. Hér hefur orðið mikið hrun sem fólk hefur upplifað og við sjálf erum líka að viðurkenna að aðkoma og aðhald hefur verið of takmarkað af hálfu hins óbreytta borgara og aðila úti í bæ. Þess vegna útskýrði ég nauðsyn þess að þetta frumvarp væri lagt fram og samþykkt, til að bregðast við skipbrotinu og hruninu sem ég reyndi síðan að útskýra að hvaða leyti og af hverju dundi yfir okkur. Það er vegna ástæðna sem ég rakti í ræðu minni og beinist náttúrlega að Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti (Forseti hringir.) en er skýring sem menn verða að taka alvarlega og horfast í augu við.