136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:37]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hugtakið þjóðareign og náttúruauðlindir o.fl. er margyfirfarið í auðlindanefnd af fræðimönnum og öðrum. Hér er ekki verið að breyta stöðu eignarréttar sem hann hefur samkvæmt stjórnarskránni.

Umsagnaraðilar deildu ekki á þetta ákvæði. Flestir umsagnaraðilar deildu á skamman undirbúning og meðferð málsins en efnisatriðin, nei. (Gripið fram í.) — Nei. Og hinn skammi (Gripið fram í.) undirbúningur að auðlindaákvæðinu, (Gripið fram í.) umræðan um það, (Gripið fram í.) hefur staðið samfellt í nánast (Gripið fram í.) tíu ár. Skrifaðar hafa verið ítarlegar skýrslur, (Gripið fram í.) fræðimenn þjóðarinnar hafa allir tekið þátt í þeirri umræðu og við erum bara komin á enda, nú er bara að segja já eða nei: Vilja sjálfstæðismenn að fiskurinn í sjónum verði einkaeign fáeinna útvalinna aðila? (Gripið fram í.)