136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnarskrárn. s. (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður talar um að þetta sé skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að breyta stjórnarskrá. Staðreyndin er sú að allt er með mjög óvenjulegum hætti á Íslandi í dag og óvenjulegar aðferðir geta átt við í dag, svo einfalt er það.

Hvað varðar Ragnhildi Helgadóttur þá kom það fram hjá henni að hún taldi ekki gott að breyta efnisatriðum stjórnarskrár í ósátt. En þegar væri verið að færa vald til þjóðarinnar taldi hún ekki að ástæða væri til að gera athugasemdir við það þótt ekki væri um fullkomið samkomulag að ræða.