136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnarskrárn. s. (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þegar ég vitna í Ragnhildi Helgadóttur vitna ég ekki síður í það sem kom fram í máli hennar þegar hún kom sem gestur fyrir nefndina. Það var þá sem hún lét þau orð falla sem ég vitnaði til áðan og ég neita því ekki að mér finnst vera annar tónn í þeirri umsögn sem liggur hér fyrir skriflega. (Gripið fram í.) Ég sagði ekki eitt einasta orð um það að einhverjir hefðu skrifað eitthvað vegna þess að þeir vildu þóknast Sjálfstæðisflokknum. Ég sagði ekki eitt einasta orð um það en það getur verið að hv. þingmaður líti svo á að það geti verið mögulegt.

Aðalatriðið er að þær breytingar sem eru gerðar á frumvarpinu eru til þess að færa vald til þjóðarinnar og til að auka lýðræði og standa að ákveðnum lýðræðisumbótum sem er mjög kallað eftir í þjóðfélaginu. Við viljum hlusta á þjóðina og ég óttast það kannski að hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu bara ekki (Forseti hringir.) í nægilega góðu sambandi við þjóð sína.