136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þá langar mig að spyrja hv. þingmann: Hvort er rétthærra stjórnlagaþingið eða Alþingi þegar Alþingi breytir stjórnarskrá og stjórnlagaþingið ætlar að breyta stjórnarskrá sömuleiðis?

Mig langar að spyrja um það frumvarp sem fylgir hér sem fylgiskjal. Hversu bundið er nýtt Alþingi, sem verður kosið eftir 3 vikur, af þessu gamla Alþingi? Það kemur nýtt Alþingi með nýtt umboð, hefur það algerlega frjálsar hendur um að setja þessar reglur eða getur það hugsanlega sleppt því?