136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:22]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Ég geri mjög alvarlega athugasemd við það, hæstv. forseti, að ekki skuli vera svarað af forsetastóli — að hver þingmaðurinn af öðrum skuli þurfa að koma hingað upp til þess að fá einfalt svar við þeirri spurningu sem var borin upp í upphafi. Það hefði e.t.v. stytt tímann sem í málið fer að fá fram svör við slíkum spurningum.

Ég vil taka undir með hv. þm. Ólöfu Nordal og vekja athygli hæstv. forseta á því að í fyrramálið verða opnir fundir og það er þingið sem ákveður, og nefndirnar komust að þeirri niðurstöðu í samráði við þingforseta að sjálfsögðu, að haldnir séu opnir fundir (Forseti hringir.) og slíkur fundur verður í fyrramálið. Það er algerlega óásættanlegt að (Forseti hringir.) þingmenn þurfi að vera hér langt (Forseti hringir.) fram eftir kvöldi. En (Forseti hringir.) hins vegar er það alveg jafnljóst að (Forseti hringir.) það mál sem hér er á dagskrá (Forseti hringir.) verður ekki afgreitt (Forseti hringir.) án umræðu.