136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:25]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Þetta er nú dálítið skondið og skemmtilegt, staðan sem við erum í núna. (Gripið fram í: Já.) Síðasta sólarhring var farið að ræða um endurgreiðslur á virðisaukaskatti til kvikmyndaiðnaðarins (Gripið fram í: Það er merkilegt mál.) og þar þurftu menn að tala frá því klukkan fjögur til hálfþrjú í nótt. (Gripið fram í.) Núna er alvörumál á dagskrá og mér sýnist blasa við að menn ætli að halda áfram í þessu málþófi, þ.e. sjálfstæðismenn. En við hetjur hafsins og hermenn þjóðarinnar teljum það ekki eftir okkur að vaka eina vorvertíð til að ræða þessi mál. Við munum ekkert láta á okkur standa í þessari umræðu (Gripið fram í.) og fara í andsvör og ræða við málþófsmenn eftir þörfum. (Gripið fram í: Heyr!)