136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:29]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Að loknum kosningum 2007, um vorið, var skipað nýtt þing og hv. þm. Sturla Böðvarsson varð forseti þingsins. Þá voru gerð mikil og góð plön um hvernig haga skyldi þingstörfum. Talað var um fjölskylduvænt þing, að taka ætti tillit til fjölskyldunnar. Það kom mjög sterkt fram hjá hæstv. menntamálaráðherra að taka ætti tillit til unga fólksins og fjölskyldunnar hvað þingstörf varðar. Nú erum við að fara inn í þriðju nóttina, herra forseti, og ég vil fá að vita hvernig taka eigi tillit til þess unga fólks sem er með ungbörn og þarf að sækja störf þingsins allt til þrjú að nóttu til og frá því átta á morgnana. Hvað ætlar forseti að gera til þess að koma til móts við fjölskyldurnar í landinu?