136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:32]
Horfa

Ásta Möller (S):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki tölu á því hve margir hv. þingmenn hafa komið hingað upp til að inna forseta eftir svörum um það hve lengi eigi að halda áfram í kvöld. Mér finnst kominn tími til að forseti svari þingmönnum þeim spurningum sem settar hafa verið fram.

Meira og minna alla síðustu viku voru kvöldfundir og fram á nótt. Um síðustu helgi voru tveir stjórnmálaflokkar með landsfundi sína og þeim fylgdi mikil vinna hjá þingmönnum alla helgina. Þetta er síðan fjórða kvöldið í þessari viku sem þingmenn eru á kvöldfundum og jafnvel á næturfundum.

Ég óska eftir því að hæstv. forseti fari að svara þingmönnum. Í öðru lagi óska ég eftir því að hann fari að taka tillit til þess að hv. þingmenn eru orðnir lúnir eftir mikla vinnu síðustu tvær vikur og eru tilbúnir til að halda áfram á morgun þeirri málefnalegu umræðu (Forseti hringir.) sem var hafin hér í dag.