136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

um fundarstjórn.

[20:33]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Þegar þingsköpum var breytt var lögð rík áhersla á það að með því að takmarka ræðutíma sköpuðust betri skilyrði til umræðu og mér sýnist að það hafi út af fyrir sig gerst. Jafnframt var uppi sú krafa að vinnutími á hverjum degi yrði skikkanlegur og okkur hefur satt best að segja tekist að halda því í góðu horfi það sem af er þessu kjörtímabili.

Ég hvet því hæstv. forseta til að taka tillit til ábendinga frá hv. þingmönnum og taka tillit til aðstæðna hér. Það er alveg ljóst að miðað við það að við ræðum hér um stjórnarskrána og að við eigum eftir að ræða um mjög mikilvæg atvinnu- og efnahagsmál (Forseti hringir.) er langur tími fram undan í umræðum á Alþingi og taka þarf tillit til þess. (Gripið fram í.)