136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hlýt að mótmæla því sem hv. þingmaður sagði um formið og efnið því að ég hef spurt nokkrum sinnum um efnið, t.d. það sem hann mótmælti, að í 2. gr. sem breytir 79. gr. sem verður 81. gr. er talað um að Alþingi geti samþykkt breytingar á stjórnarskránni og í 4. gr. er talað um að skipa eigi nýtt stjórnlagaþing sem eigi að breyta stjórnarskránni. Eru þá ekki tvö stjórnlagaþing á sama tíma að breyta stjórnarskránni? Ég spyr: Er þetta ekki efni?