136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:40]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er nú ánægjulegt að rifja hér upp orð Bjarna Benediktssonar hins eldri. Hv. þm. Birgir Ármannsson segir hér að hann hafi einhvern tíma tekið sér þau orð í munn að koma beri í veg fyrir hvatvíslegar breytingar á stjórnarskránni. (Gripið fram í.) Ég held að það sé einmitt það sem við ætlum að gera með stjórnlagaþingi. (Gripið fram í: En hina breytinguna?) Við ætlum að vísa þessu máli til þjóðarinnar.

Þegar hann talar um skaplegt samkomulag þá held ég að við gætum staðið hér í allt kvöld og fram á nótt og hártogast um hvað sé skaplegt og hvað ekki sé skaplegt.