136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:33]
Horfa

Dögg Pálsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Forseti hefur nú upplýst að hv. flutningsmenn þessara stjórnlagafrumvarpsbreytinga ásamt nefndarmönnum í sérnefndinni, þ.e. stjórnarsinnar, eigi ekki kost á því að vera hér í þinginu til að hlusta á umræðuna. Tilgangur umræðunnar er sá, eins og hér hefur komið fram, að við sjálfstæðismenn sem höfum aðra skoðun á málinu en stjórnarsinnar, höfum tækifæri til þess að reyna að fá þá til að skipta um skoðun. En það er greinilegt að þeir vilja ekki, þora ekki eða nenna ekki að gefa sér tíma í þetta. Það er ekki ásættanlegt að sagt sé að þeir eigi ekki heimangengt klukkan 25 mínútur í tólf. Það er þá að minnsta kosti lágmark, eins og hér hefur verið kallað eftir, að upplýst verði hvaða opinberu skyldum þeir eru að sinna, og ég tek undir það sem aðrir hafa sagt, (Forseti hringir.) að úr því að staðan er þessi, verði fundi frestað (Forseti hringir.) og umræðunni fram haldið á morgun.