136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:36]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það kom fram hjá forseta fyrr undir þessum dagskrárlið að hringt hefði verið í tiltekna menn, í flutningsmenn og ráðherra á því frumvarpi sem við ræðum hér. Ég vil fá upplýst í hverja nákvæmlega var hringt og hverjir svöruðu og töldu sig ekki eiga heimangengt. Ég vil að upplýst sé hverjir svöruðu og fá að vita hverjir sögðu að þeir mættu ekki vera að því að koma og gætu ekki komið. (Gripið fram í.) Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að það sé upplýst. (Gripið fram í.) Já, þeir þurfa að vera hér, hv. þingmaður, til svara og þeir eiga að vera hér til að taka þátt í umræðunni. (Gripið fram í: Um eigið mál.) Já, til þess lætur þetta fólk kjósa sig til Alþingis. (Gripið fram í.) Það er til að það vinni vinnuna sína og hafi skoðanaskipti hér inni. Annars geta þeir bara farið til Spánar og verið á Klörubar ef það er aðalatriðið, ef það er aðalmottóið, og horft á allt saman á netinu. (Forseti hringir.) Það er ekki tilgangurinn með þingi.

Herra forseti. Þegar það hefur verið upplýst (Forseti hringir.) í hverja náðist og hverjir sögðust (Forseti hringir.) ekki geta komið, (Forseti hringir.) þá þurfum við að skoða framhaldið (Forseti hringir.) þegar það er komið í ljós.