136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:32]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Í 53. gr. þingskapa 1. mgr. segir:

„Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni.“

Það fer ekkert á milli mála að það er skylda þingmanna að vera á þingfundi nema nauðsyn banni. Þess vegna inni ég forseta eftir því hvort þeir þingmenn sem eru flutningsmenn þess frumvarps sem hér er til umræðu og ekki eru viðstaddir þingfundi, hafi fjarvistarleyfi?

Það er algerlega óviðunandi að við þurfum að sæta því klukkutíma eftir klukkutíma að flutningsmenn frumvarpsins mæti ekki til umræðunnar. Umræðurnar eru til þess að skýra mál og kalla fram svör og spurningar. Þess vegna spyr ég þessarar spurningar og krefst þess að fá upplýsingar um það hvers vegna viðkomandi þingmenn eru í burtu og hvort búast megi við að þeir komi, (Forseti hringir.) að öðrum kosti verði fundi frestað eða slitið.