136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:35]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Núna þegar klukkuna vantar 22 mínútur í eitt eftir miðnætti hafa nefndarmenn í sérnefnd um stjórnarskrármál lokið máli sínu. Undir þeim umræðum og ræðum þeirra hafa nánast engir flutningsmanna þessa frumvarps séð ástæðu til að mæta.

Nú kemur í ljós að þeir hyggjast ekki verða við eðlilegri ósk þingmanna að vera viðstaddir þessa umræðu og ég verð að segja að mér finnst það afar dapurlegt.

Miðað við þær heimtur sem nú hafa orðið þegar nefndin sjálf hefur talað geri ég mér ekki mjög miklar vonir um að þessir menn sjái ástæðu til að mæta þegar aðrir þingmenn ræða málin. Og enn og aftur velti ég fyrir mér: Hver er áhugi flutningsmanna frumvarpsins á því að fram fari hreinskiptar umræður um stjórnarskrá Íslands? Er enginn áhugi á því, herra forseti, hjá þeim sem lögðu frumvarpið fram?