136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:41]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vakti athygli á því að samkvæmt 53. gr. þingskapalaganna er það skylda þingmanna að mæta til fundar. Það liggur fyrir að enginn lögleg forföll hafa verið tilkynnt gagnvart þeim þingmönnum sem eru flutningsmenn þess frumvarps sem hér er. Það er því algerlega augljóst að forseti getur ekki haldið þessum fundi áfram.

Ég trúi ekki öðru en að sá reyndi og sanngjarni maður sem situr í forsetastólnum núna átti sig á þessu og taki tillit til þeirra ábendinga sem hér hafa komið fram. Og ég hvet hann til þess að meta stöðuna á þann veg sem ég bendi á að það er ófært að gefa þingmönnum, hæstv. fjármálaráðherra, hæstv forsætisráðherra, færi á því að brjóta lög, að brjóta þingskapalögin með (Forseti hringir.) því að vera fjarverandi. Það er algerlega óforsvarandi framkoma. (Gripið fram í.)