136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Á mótmælafundunum í haust og eiginlega í vetur var aftur og aftur rætt um það að þingið væri veikt, framkvæmdarvaldið of sterkt, flokksræðið of mikið. Hér erum við akkúrat að upplifa það að þeir sem flytja frumvörp sýna þinginu ekki meiri virðingu en svo að mæta ekki. Þeir bara láta okkur um þetta. Ef þetta á að vera teikn um það sem fram undan er þegar þjóðin bíður í ofvæni eftir því að fá að tala á stjórnlagaþingi, þjóðin sjálf, ef svo á að sýna henni þessa virðingu þegar hún er farin að tala á stjórnlagaþinginu er ekki von á góðu. Við erum hérna á stjórnlagaþingi, við erum að tala um að breyta stjórnarskránni og virðingin er ekki meiri en þessi. Ég er hræddur um að margir verði fyrir vonbrigðum.