136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:52]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hef alveg skilning á því að hæstv. forseti þurfi að velta því aðeins fyrir sér hvernig hann bregst við þeim óskum sem hafa komið fram. Það er auðvitað skiljanlegt að hann þurfi að hugsa um það hvort hann eigi að slíta fundi og fresta umræðunni, hvort hann eigi að boða til fundar með þingflokksformönnum, jafnvel hvort hann eigi að gera aðra tilraun til að ná í þá hv. þingmenn sem óskað hefur verið eftir að mæti til umræðunnar.

Hæstv. forseti hlýtur einhvern tíma að komast að niðurstöðu og hlýtur einhvern tíma að geta svarað okkur. Við höfum um nokkurt skeið endurtekið spurningar um áform forseta í þessum efnum og komið með ýmsar góðar tillögur til hans og það væri afar gott ef hæstv. forseti gæti látið svo lítið að svara þeim þingmönnum sem hér tala.