136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:53]
Horfa

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Vegna orða hv. þingmanns vill forseti taka fram að hann telur eðlilegt að það verði kannað aftur hvort flutningsmenn hafi tök á því að koma nú til fundar. Að öðru leyti hyggst forseta freista þess að tryggja áframhald umræðunnar enda eru enn 26 hv. þingmenn á mælendaskrá. Forseti endurtekur það sem áður hefur komið fram, hann telur eðlilegt að nýta þann tíma sem kostur er. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að ekki er hægt að funda alla nóttina þannig að það styttist að sjálfsögðu í enda fundar.