136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:55]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það fer ekki á milli mála að stór hópur þingmanna gerir alvarlegar athugasemdir við framgang þessa máls og stjórn forseta á því. Slík staða á ekki að vera uppi, herra forseti, þegar verið er að ræða um stjórnarskrá Íslands. Það er siðlaust.

Við höfum talað um að við höfum gengið í gegnum hremmingar með fjármálamönnum sem fóru lauslega með efni sín og ástæður. Forseti Alþingis á ekki að rugga bátnum þegar verið er að fjalla um stjórnarskrá Íslands. Forseti á að hafa burði til þess að hafa vit fyrir því að það sé gengið til verka á eðlilegan hátt í þinginu. (Forseti hringir.) Þess vegna verður forseti að taka af skarið og stjórna eins og honum sæmir með metnað Alþingis (Gripið fram í: Að leiðarljósi.) fyrir brjósti.