136. löggjafarþing — 124. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[01:10]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að meira að segja hetja hafsins, hv. þm. Grétar Mar Jónsson, sem sagði í dag að hann vílaði ekki fyrir sér að vaka fram eftir og taka törnina, er farinn heim að sofa, og er þá langt til jafnað, eins og hæstv. forsætisráðherra og aðrir flutningsmenn þessa frumvarps. Ég verð að taka undir með hv. þm. Dögg Pálsdóttur að þetta er náttúrlega til vansa fyrir þingið að ekki liggi fyrir hvenær vinnudegi á að ljúka og forseti geti ekki ungað því út úr sér hvenær hann ætli að ljúka umræðunni.

Fyrir einum og hálfum tíma sagði hæstv. forseti að við mundum halda eitthvað áfram. Síðan er sá tími liðinn og „örlítið“ er lokið, eða hvernig skilgreinir hæstv. forseti hugtakið örlítið? Við erum ekki að fjalla um venjulegt lagafrumvarp, við erum að fjalla um breytingar á stjórnskipun Íslands, stjórnarskránni. (Forseti hringir.) Þjóðin á rétt á því að geta fylgst með umræðum um breytingar á (Forseti hringir.) stjórnarskrá lýðveldisins og líka þeir þreyttu flutningsmenn sem hafa fyrir (Forseti hringir.) löngu lagst á koddann sinn til að hvíla sig og er ekki hægt að ná í (Forseti hringir.) til þess að vera viðstaddir umræðuna.