136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

umræða um dagskrármál.

[11:34]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Við vorum að enda við að ræða um ástandið í atvinnumálum og sérstaklega atvinnumálum stúdenta. Ég vil bera það upp við forseta til að við getum brugðist hratt við og hjálpað til í þessu hér á Alþingi hvort ekki væri rétt, eins og við ræddum í gær, að flytja dagskrá þingsins aðeins til þannig að dagskrárliður 7, sem er heimild til samninga um álver í Helguvík, (Gripið fram í.) komi framar á dagskrána og við getum rætt það mál og klárað þannig að við getum þá aðeins hjálpað til í atvinnumálum þjóðarinnar. (Gripið fram í.) (Gripið fram í.)

Nú er staðan þannig, ef hv. þingmaður … (Forseti hringir.)

(Forseti (GuðbH): Forseti vill biðja hv. þingmenn að gefa ræðumanni tækifæri til að flytja mál sitt.)

Við verðum að horfa til þess að leysa hér úr atvinnumálum og það er undarlegt að hæstv. forseti skuli raða dagskránni þannig að atvinnumál og þau mál sem væru til að leysa úr atvinnumálum þjóðarinnar (Forseti hringir.) komast ekki á dagskrá þingsins. (Forseti hringir.) Fyrir hverju? (Forseti hringir.) Stjórnlagaþingi Framsóknarflokksins?