136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

umræða um dagskrármál.

[11:59]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Umræður um fundarstjórn forseta eru tiltekið form sem þingmenn eiga aðgang að til að ræða og gera athugasemdir við um stjórn þingsins. Það er fullkomlega eðlilegt að hér fari fram umræða um stjórn þingsins og mér er í rauninni mjög misboðið hvernig staðið er að því og hvernig dagskrá er byggð upp.

Fólkið í landinu bíður eftir aðgerðum í efnahagsmálum. Á dagskrá eru mjög mikilvæg mál hvað það varðar. Þau voru látin bíða, þeim er ýtt til hliðar til þess að hægt sé að uppfylla kröfur Framsóknarflokksins um breytingar á stjórnarskipunarlögum. Og það þarf enginn að vera undrandi á því þótt við sjálfstæðismenn beitum þeirri aðstöðu sem við höfum eðlilega og lögum samkvæmt í þinginu (Forseti hringir.) til að reyna að koma í veg fyrir slys í lagasetningu á hinu háa Alþingi.