136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

fundarstjórn forseta.

[14:11]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Við þingflokksformenn vorum boðaðir til fundar við forseta til að ræða skipulag þingstarfa í dag. Ég bar fram þá tillögu á fundi okkar með forseta að við mundum ræða 7. málið á dagskrá, sem er heimild til samninga um álver í Helguvík, og mundum ljúka því máli á stuttum tíma í dag.

Ég tel rétt að það komi fram að því var hafnað af þingflokksformönnum annarra flokka (GMJ: Nú?) að undanskildu því að Grétar Mar Jónsson taldi rétt að íhuga þetta.

Niðurstaðan varð að tilboði mínu um að við mundum breyta aðeins áherslum í þingstörfunum (Forseti hringir.) í dag og ræða (Forseti hringir.) atvinnumál, það merka mál sem snýr að álverinu í Helguvík, var hafnað. (Forseti hringir.) Það er greinilega stefna hæstv. (Forseti hringir.) forseta að breyta ekki um áherslur í dag.