136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

orð þingmanns í utandagskrárumræðu – umræða um dagskrármál – fundur í umhverfisnefnd.

[14:25]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S):

Herra forseti. Vegna orða hv. þm. Atla Gíslasonar vil ég taka það fram að ég er ekki að fella neina dóma, hvorki um framgöngu hans sem varaformanns né hv. þm. Helga Hjörvars sem formanns nefndarinnar. Ég er einfaldlega að fara fram á það að forseti hlutist til um það, og það sé þá á hans ábyrgð, að það verði haldinn fundur í umhverfisnefnd, eins og áskilið er í þingsköpum. Það er það sem ég bið um og treysti forsetadæminu til að sjá til þess.