136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:22]
Horfa

Forseti (Kristinn H. Gunnarsson):

Forseti hefur gert ráðstafanir til að samband verði haft við alla fjóra flutningsmenn málsins og þeim gerð grein fyrir því að nærveru þeirra er óskað við umræðuna. En jafnframt hefur hann fengið upplýsingar um það að formenn stjórnmálaflokkanna séu að undirbúa þátttöku í umræðum í sjónvarpi sem hefst innan tíðar og kunna að vera bundnir við það. (Gripið fram í: Það á að gera hlé á fundinum.)