136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:28]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég sakna þess að hv. þm. Álfheiður Ingadóttir skuli ganga úr salnum. En það hlýtur að fjölga hér í salnum vegna þess að mér heyrist aðdáendur og skjólstæðingar Vinstri grænna vera komnir á Austurvöll til að berja bumbur sínar. Þannig að það hlýtur að draga að sér þingmenn þess stjórnmálaflokks.

En aðeins vegna þess sem fram kom hjá hv. þingmanni um einræður okkar sjálfstæðismanna vil ég minna á það að auðvitað er mikil breyting hér í þinginu frá því þegar hv. þingmenn Vinstri grænna töluðu hér klukkutímum saman. Það voru einræður, hver þingmaður talaði klukkutímum saman. Það var talað um hjörl. Klukkutíma eftir klukkutíma þurftum við að hlusta á þá, en í dag er sú breyting orðin á (Forseti hringir.) að ræðutími er miklu styttri og okkur tekst að eiga þannig (Forseti hringir.) orðræður að þær eru skoðanaskipti og það er mikill munur.