136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

fundarstjórn forseta.

[21:06]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Það er rík ástæða til að hvetja hæstv. forseta aftur til að taka tillit til ábendinga sem hér hafa komið fram um að fresta umræðu um dagskrármálið, ekki síst vegna þess að flutningsmenn þessa frumvarps hafa ekki komið í umræðuna og eru ekki einu sinni í húsinu, að ég fæ best séð. Fyrir utan það tel ég nær að ræða það mál sem varðar atvinnuuppbygginguna í landinu og kallað er eftir alls staðar að úr þjóðfélaginu. Þess vegna hvet ég hæstv. forseta til að hlusta á þetta og fara yfir málið með forustumönnum þingflokkanna á þann veg að þessari umræðu (Forseti hringir.) verði ekki haldið áfram inn í nóttina.