136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:54]
Horfa

Dögg Pálsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég var svo heppin að þingfundi var frestað rétt fyrir klukkan tvö í gærkvöldi þannig að ég var fyrst á mælendaskrá í morgun. Þá álpaðist svo til að hæstv. forsætisráðherra var í salnum, (Gripið fram í: Álpaðist?) hún var hér í smátíma og það var mjög gagnlegt að fá andsvör hennar því að þau lýstu því viðhorfi hennar að henni finnst þetta bara allt í lagi sem hér fer fram. Hún hreykti sér meira að segja af því. Ég tek því undir þær athugasemdir félaga minna í Sjálfstæðisflokknum að það sé nauðsynlegt að þessir ráðherrar séu í salnum. Að vísu var hæstv. fjármálaráðherra líka, ég spurði hann sérstaklega um ummæli sem hann lét falla fyrir tveim árum, en það var líka mjög áberandi að hann treysti sér ekki til að réttlæta þau.

(Forseti (ÞBack): Forseti vill áminna hv. þingmenn um að nota rétt ávarp í ræðum.)