136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[22:15]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti tekur fram að gefnu tilefni að samningaviðræður um tíma og lengd funda fór fram með þingflokksformönnum í hádeginu og það er áætlaður annar fundur í hádeginu á morgun. Þar varð niðurstaðan sú að halda fundi fram eftir kvöldi og fram yfir miðnætti. Um það var leitað afbrigða og engin athugasemd gerð við þau þannig að það er ástæðan fyrir því að þessi svör hafa komið þó að menn hafi ásakað forseta um að svara engu um lengd fundar. (ÓN: Forseti heftir ekki málfrelsi þingmanna.) Að sjálfsögðu ekki, hefur ekki gert tilraun til þess og ítrekar að það er mjög mikilvægt að þeir 26 sem eru á mælendaskrá fái tækifæri til að tjá sig. Þess vegna verðum við að nýta tímann vel svo það megi verða.