136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:52]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú hefur það gerst í umræðunni að hæstv. forsætisráðherra tekur þátt í ræðuhöldum og það kemur í ljós að hæstv. forsætisráðherra hefur ekkert fylgst með því sem hefur gerst og hefur ekkert verið upplýst um það hvað við sjálfstæðismenn höfum talað um í þessari umræðu. Þess vegna er algerlega augljóst, hæstv. forseti, að það verður að fresta þessari umræðu þannig að forsætisráðherra fái tíma og næði til að kynna sér um hvað hefur verið rætt í þinginu.

Það var alveg augljóst að forsætisráðherra kom af fjöllum. Við getum ekki sætt okkur við það að 1. flutningsmaður fylgist ekki með því sem við erum að tefla fram til breytinga, þeim hugmyndum sem eru settar fram til sátta. Við getum ekki sætt okkur við það. Þess vegna verður hæstv. forseti að fresta þessari umræðu þannig að forsætisráðherra gefist tími og tóm til að kynna sér málið.