136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:54]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég kem upp til að taka svo sannarlega undir það sjónarmið sem hv. þm. Sturla Böðvarsson hélt fram rétt í þessu. Það er algjörlega augljóst að hæstv. forsætisráðherra hefur ekki bara verið fjarri umræðunni hérna. Hún hefur líka greinilega sleppt því að lesa umsagnir hinna fjölmörgu umsagnaraðila um þetta ágæta mál (PHB: Þjóðarinnar.) fyrst hún bregst við eins og hún gerði í andsvari við hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Ég tek undir það með hv. þm. Sturlu Böðvarssyni að það er algjörlega nauðsynlegt að þessari umræðu verði frestað hið snarasta og ég óska eftir því að hæstv. forsætisráðherra nýti tímann þar til í fyrramálið og setjist við þann góða tækjakost sem Alþingi býður upp á og fari yfir þær fjölmörgu ræður okkar sjálfstæðismanna sem höfum flutt vegna þess að þá væri mun auðveldara að eiga (Forseti hringir.) skoðanaskipti úr þessum ræðustól.